fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Viðurkenndi óvart aðkomu sína að valdaránum í beinni útsendingu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 13:30

Mynd/Skjáskot af CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, viðurkenndi í viðtali við Jake Tapper á CNN í gær að hann hafi komið að skipulagningu valdarána og valdaránstilrauna fyrir hönd bandarísku ríkisstjórnarinnar. Það gerði hann á meðan þeir ræddu gang yfirheyrslna í rannsókn þingnefndar á atburðum 6. janúars síðastliðinn, þegar ofbeldisfull valdaránstilraun átti sér stað þar sem æstur múgur, hvattur af þáverandi forseta Donald Trump, réðist inn í bandaríska þinghúsið.

Sem fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi var hann fenginn í viðtalsþátt Jakes Tappers til að tjá sína skoðun á gangi mála í rannsókninni. Þegar John leiðrétti þann misskilning að Donald Trump hafi lævíslega skipulagt valdarán, hann hélt því fram að þetta voru handahófskenndar ákvarðanir heimsks og illa innrætts mann, greip Jake fram í fyrir honum og sagðist ekki halda að maður þyrfti að vera bráðgáfaður til að gera tilraun til valdaráns.

Þá tók John til máls og sagði: „Þar er ég ósammála þér. Sem einhver sem hefur komið að skipulagningu valdaráns, ekki hér á landi, en þú veist, á öðrum stöðum. Það þarf mikla vinnu.“

Jake Tapper virtist vera í hálfgerðu lost yfir því að John skyldi viðurkenna þetta og spyr hann út í yfirlýsinguna. John Bolton vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um málið.

Sjá má brot úr viðtalinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks