fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Guðný Arna Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Arna Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar og mun hefja störf í september 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri.

Guðný Arna kemur til Össurar frá Kviku banka og dótturfélögum þar sem hún hefur starfað síðastliðið ár í fjármálatengdum störfum.

Hún starfaði í 10 ár fyrir lyfjafyrirtækið Teva/Actavis bæði í Sviss og í Bandaríkjunum, meðal annars sem fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar. Guðný Arna vann hjá Kaupþingi á árunum 2001-2008, meðal annars sem fjármálastjóri. Einnig hefur hún starfað hjá Eimskip og PWC í Stokkhólmi.Hún lauk Cand.oecon. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaranámi í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsala árið 1996.Guðný Arna tekur við starfinu af Sveini Sölvasyni sem tók nýlega við sem forstjóri félagsins.

“Guðný Arna er reynslumikill stjórnandi með víðtæka reynslu af fjármálastjórn í alþjóðlegu umhverfi. Hún bætist við framúrskarandi hóp starfsmanna sem leggur áherslu á árangursdrifna teymisvinnu og það er mjög ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar hf. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi