fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir leikmanna Íslands – Karólína best

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 18:06

Úr leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í fyrra Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið hóf keppni í lokakeppni EM í dag en stelpurnar spiluðu við Belgíu fyrir framan tæplega 4000 þúsund áhorfendur. Hér neðst má sjá eiknunnir leikmanna Íslands.

Því varð niðurstaðan í fyrsta leik nokkuð svekkjandi en niðurstaðan var jafntefli.

Ísland er með góðum liðum í riðli á mótinu en hinir tveir andstæðingarnir eru Frakkland og Ítalía.

Stelpurnar fengu kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik í kvöld er Berglind Björg Þorvaldsdóttir steig á punktinn eftir að vítaspyrna var dæmd. Vítaspyrnan var hins vegar heldur betur slök og tókst Nicky Evrard að verja nokkuð auðveldlega.

Berglind bætti upp fyrir þetta snemma í seinni hálfleik en hún skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Næst voru það Belgar sem fengu víti er Gunnhildur yrsa Jónsdóttir gerðist brotleg innan teigs en atvikið gerðist á 66. mínútu. Justine Vanhaevermaet steig á punktinn og skoraði til að tryggja Belgum eitt stig og lokatölur, 1-1.

Sandra Sigurðardóttir – 7
Ekkert út á Söndru að setja í dag. Örugg í sínum aðgerðum og átti góða og mikilvæga vörslu í seinni hálfleik.

Sif Atladóttir – 7
Mjög öflug frammistaða frá Sif í dag. Grjóthörð og gerði fá sem engin mistök í vörninni.

Glódís Perla Viggósdóttir – 8
Mjög flottur leikur hjá Glódísi. Ekkert út á hana að setja í vörninni og mjög góð í uppspilinu.

Guðrún Árnadóttir – 7
Örugg varnarframmistaða hjá Guðrúnu.

Hallbera Guðný Gísladóttir – 6
Alls ekki áberandi fram á við en gerði engin teljandi mistök til baka.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – 5
Hljóp mikið og var dugleg en kom þó ekki nógu mikið út úr því. Gaf vítið sem Belgar skoruðu úr.

Dagný Brynjarsdóttir – 6
Hefði mátt vera meira áberandi framar á vellinum en skilaði sínu varnarlega.

Sara Björk Gunnarsdóttir (86′) – 6
Allt í lagi hjá Söru í dag en maður hefur séð miklu betri leiki frá henni.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (90+1′) – 8 (Maður leiksins)
Besti leikmaður Íslands í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Alltaf líkleg til að búa eitthvað til og lagði upp markið sem Berglind skoraði.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (72′) – 7
Mjög fúlt að Berglind hafi ekki skorað úr vítaspyrnunni, sem var satt að segja mjög slök. Var hins vegar ekki lengi að bæta upp fyrir það með marki í seinni.

Sveindís Jane Jónsdóttir – 7
Alltaf hættuleg og olli miklum usla í vörn Belgíu. Vantaði stundum upp á lokaákvörðun.

Varamenn

Svava Rós Guðmundsdóttir (72′) – 6
Átti fína spretti á hægri vængnum eftir að hafa komið inn á.

Agla María Albertsdóttir (86′)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Alexandra Jóhannsdóttir (90+1′)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið