fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Guðrún – „Þetta er orðið smá real núna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júlí 2022 16:26

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í lokakeppni EM á morgun en riðlakeppnin er nú farin af stað.

Ísland spilar mikilvægan leik við Belgíu í fyrstu umferð en liðið er einnig með Ítalíu og Frakklandi í riðli.

Guðrún Arnardóttir gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu á morgun en hún ræddi við blaðamenn í dag fyrir leik morgundagsins.

Guðrún viðurkennir að spennustigið sé orðið svolítið hátt og vonar að sjálfsögðu að hún fái tækifærið þegar flautað er til leiks.

,,Maður horfði á fyrstu tvo leikina síðustu tvo daga á mótinu og maður fær smá fiðring í að byrja sjálfur að spila. Þetta er orðið smá real núna og maður er spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðrún.

,,Það er mikið af keppnismanneskjum í þessu og keppnisskapið er gríðarlegt á æfingum en að sama skapi erum við náin hópur og náum vel saman, það er alltaf keppni en alltaf gaman líka.“

,,Ég að sjálfsögðu vona það [að byrja leikinn]. Maður veit ekkert ennþá en það væri algjör heiður að fá það, ég tek því hlutverki sem Steini gefur mér í hverjum leik og geri það eins vel og ég get.“

,,Það verður mikið af stuðningsfólki og mikið af fjölskyldunni minni og vinum í stúkunni og þegar maður labbar út á völl þá er guaranterað að maður fái gæsahúð og fyllist af stolti.“

Guðrún var svo spurð út í hvað stelpurnar væru að gera fyrir utan það að æfa og er tekið upp á ýmsu miðað við hennar orð.

,,Ég var að fá skilaboð frá einni stelpu sem ég spilaði með í 4. flokk á Ísafirði að hún væri að styðja mann svo maður finnur fyrir stuðningi, það hlýjar hjartað og gerir mann extra stoltann þegar maður finnur þennan stuðning.“

,,Guðný er búin að koma mér inn í Love Island eins og flestir í hópnum eru í. Við erum að reyna að komast up to date í þeim þáttum svo það er mikið maraþon hjá okkur. Annars erum við í treatment og recovery og svona. Svo erum við með players lounge þar sem við getum verið í föndri, pílu eða kareókí og dundað okkur saman.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
Hide picture