fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Íslensk hjón voru stödd á vettvangi morðs í Tyrklandi – Maður skorinn á háls – „Þetta var mjög óhugnanlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 11:51

Árni Birgisson er þarna fyrir miðri mynd. Í baksýn er verslunin þar sem voðaverkið var framið, líklega á sama tíma og myndin var tekin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón, Árni Birgisson og Inga Snorradóttir, urðu vitni að hræðilegum atburði úti í Alanya, útborg Antalya, í Tyrklandi í gærkvöld. Eru þau sátu á veitingastað og biðu eftir matnum sínum var maður myrtur inni í verslun hinum megin við götuna. Hinn myrti var borinn út úr versluninni, með stungusár á höfði stjörf augu. Hræðileg sjón  sem hjónin eiga erfitt með losna við úr huganum.

„Við vorum búin að ganga framhjá þessari verslun og ætluðum að kíkja inn síðar. En við sátum þarna og vorum að bíða eftir vinafólki okkar. Veitingastaðurinn akkúrat hinum megin við götuna. Allt í einu varð uppi fótur og fit. Fólk reif mótorhjól frá staðnum til að rýma fyrir sjúkrabíl. Sjúkraflutningafólkið hljóp inn og bar manninn út, ekki á börum, heldur í einhvers konar opnum poka,“ segir Árni, en hann og Inga voru að hitta norsk vinahjón sín á veitingastaðnum.

Fjölmargir urðu vitni að þessu, meðal annars börn, og ekkert var gert til að hylja hinn látna, sem augljóslega hafði verið skorinn á háls og augu hans voru stjörf. „Hann var borinn út fyrir allra augum, alblóðugur og með skurð á hálsinum,“ segir Árni.

Hinn grunaði morðingi er í haldi lögreglunnar. „Þeir náðu hinum seka stuttu síðar. Það kom í ljós að hann hafði tekið niður öryggismyndavélar í versluninni, ætlaði að fjarlægja sönnunargögn, en þetta kemur fram í fréttum um málið,“ segir Árni. Fjallað er um málið í staðarmiðli sem birtir fréttir á ensku. Sjá hér Þar kemur fram að mennirnir, hinn myrti og hinn grunaði morðingi, voru áður viðskiptafélagar og áttu í deilum. Einnig kemur fram að hinn grunaði var handtekinn í strætisvagni í nágrenninu skömmu eftir voðaverkið. Málið er í rannsókn.

„Þetta var mjög óhugnanlegt. Dóttir hins myrta, kona líklega um 25 ára, kom á vettvang og hún var öskrandi og grátandi og einhver maður tók hana í fangið. Mér leið eins og ég væri stödd í einhverri bíómynd,“ segir eiginkona Árna, Inga Snorradóttir.

Hún lýsir því jafnframt að þjónninn þeirra á veitingastaðnum hafi komist að því hvað gerðist og þau hafi fengið fyrstu fréttir frá honum. „Þjónninn hljóp yfir götuna og þegar hann kom til baka gerði hann merki með fingrinum yfir hálsinn um að maðurinn hefði verið skorinn á háls.“

Árni og Inga segi að þau hafi aldrei órað fyrir því að þau myndu nokkurn tíma verða vitni að öðru eins. Þau hafa búið í Noregi, í Álasundi, síðan í hruninu, eða í um 13 ár, og hefur vegnað vel í Noregi. „Við fluttum hingað í land allsnægtanna í hruninu og okkur hefur liðið vel í Noregi,“ segir Árni.

Þau segja að mjög algengt sé að Norðmenn ferðist til Tyrklands í sumarfríum og margir eigi íbúðir á svæðinu. Þá spillir ekki fyrir að beint flug er frá Álasundi til Antalya. Segja þau að húsakostur, hótelíbúðir og hótelherbergi séu fyrsta flokks í Alanya. Þjónusta sé líka hvarvetna fyrsta flokks.

Hjónin telja að atvikið muni ekki hafa alvarleg sálræn áhrif á þau og reyna að taka því af æðruleysi. „Við liggjum bara á ströndinni í dag og reynum að hugsa ekki um einhvern óhugnað,“ segir Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu