fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Klámvandi hjá íslenskum háskólanemum – „Fólk getur nú horft á klám uppi á Esjunni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. júní 2022 10:29

Bæjarstjórinn dreifði barnaklámi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rosa­lega falinn vandi og er mikið tabú,“ segir Egill Gylfason sem skrifaði BA ritgerð sína í sálfræði um klámvandann. Í könnun hans kemur fram að tæp 12% háskólanema horfa of mikið á klám og 7% telja sig eiga við vanda að stríða. Fjallað er um könnunina á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

„Klám­vandinn er fjöl­breyttur og fer eftir að­stæðum við­komandi. En hann truflar alltaf eitt­hvað annað í lífi við­komandi, hvort sem það er truflun á líðan eða að­stæðum,“ segir hann.

Getur það verið fé­lags­leg ein­angrun, skertur á­hugi á sam­böndum, kyn­ferðis­leg vand­ræði svo sem ris­vanda­mál, tog­streita í sam­böndum, minni á­hugi á ýmsum hlutum, svo sem námi, vinnu og heimilis­verkum.

Alls svöruðu 666 nem­endur könnuninni, 33,6 prósent karlar og 65,7 prósent konur. Flestir svar­endurnir, 64,3 prósent, voru á aldrinum 18 til 25 ára.

Lang­flestir, 91,3 prósent, hafa séð klám ein­hvern tímann um ævina, en hafa ber í huga að skil­greining fólks á klámi er ekki alltaf sú sama. 8,7 prósent hafa aldrei séð klám og 21,4 prósent sögðust ekki horfa á það. 10 prósent horfa 5 til 7 sinnum í viku eða oftar á klám.

Kynja­munurinn í klá­má­horfi há­skóla­nema er á­berandi. 27,8 prósent karla töldu sig eiga erfitt með að stjórna klám­notkun sinni en að­eins 3,8 prósent kvenna.

Það kom hins vegar Agli á ó­vart hversu margir horfa á klám­efni í far­símum sínum. 57,2 prósent horfa mest­megnis á klám í far­síma en að­eins 13,8 prósent í tölvu. Egill segir að hin mikla klám­notkun í far­símum hjálpi ekki til þegar kemur að klám­vandanum. „Fólk getur nú horft á klám uppi á Esjunni eða í breska þinginu eins og dæmin sýna,“ segir hann.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram