fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 07:25

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Vladimir Pútín, forseti Rússland, hefði ekki hafið „hið brjálaða karlrembu“ stríð í Úkraínu hef hann væri kona. Orðin lét Boris falla í viðtali við þýsku fréttastofuna ZDF í tilefni af fundi G7-ríkjanna í Þýskalandi. Sagði Johnson ennfremur að leiðtogar G7-ríkjanna óskuðu sér einskis frekar en að stríðinu í Úkraínu myndi ljúka en engin lausn væri í sjónmáli eins og staðan væri núna. „Pútín er ekki að bjóða upp á neina friðarsamninga og Zelensky getur það ekki heldur,“ sagði Johnson.

Hann baunaði svo duglega á Rússlandsforseta.

„Ef þú vilt fullkomið dæmi um eitraða karlmennsku, þá eru það gjörðir hans [Pútín] í Úkraínu,“ sagði Johnson og kallaði eftir því að fleiri konur myndu komast í leiðtogastöður.

Johnson kvaðst gríðarlega ánægður með G7-fundinn og sagði að samband leiðtoga þessara öflugustu ríkja heims væri að verða „nánara og nánara“.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, kallaði eftir því á fundi Öryggiráðs Sameinu þjóðanna í gær að Rússum yrði vikið úr bandalaginu. Zelensky ávarpaði fundinn í gegnum netið og sagði að Rússland væri orðið „hryðjuverkaríki sem fremdi dagleg hryðjuverk í Úkraínu“. Kallaði hann eftir því að Sameinuðu þjóðarinnar myndu koma á fót óháðri nefnd sem myndi rannsaka gjörðir Rússa og draga þá til ábyrgðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“