fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

SÞ halda neyðarfund vegna eldflaugaskots Norður-Kóreumanna

Talin drífa lengra en fyrri flaugar – Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að um rannsóknargervihnött sé að ræða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt í dag neyðarfund til þess að ræða hvernig bregðast ætti við nýjasta eldflaugaskoti Norður-Kóreumanna. Fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjamanna, Suður-Kóreumanna og Japana.

Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld í Norður-Kóreu að þeim hefði tekist að skjóta langdrægri eldflaug á loft í morgun. Í tilkynningu í ríkissjónvarpi landsins var greint frá því að skotið hefði heppnast fullkomlega og eldflaugin hefði komist út fyrir himinhvolfið um átta mínútum eftir flugtak.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Þar var greint frá því að eldflaugin hefði borið rannsóknargervihnött sem væri nú á sporbaug umhverfis jörðina. Þá sagði fréttakonan sem las upp tilkynninguna að eldflaugarskotið myndi hafa gífurlega jákvæð áhrif á efnahag landsins.

Leiðtogar um allan heim hafa fordæmt tilraunir stjórnvalda í Norður-Kóreu og sagt að þeim verði refsað, en með tilraun sinni brutu Norður-Kóreumenn samkomulag um að stöðva þróun langdrægra eldflauga.

Í frétt Guardian segir að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt rússneska sendiráðinu í Pyongyang að fleiri tilraunir yrðu framkvæmdar á næstunni.

Sérfræðingar telja að eldflaugin, sem skotið var upp í morgun, sé sú fullkomnasta sem Norður-Kóreumenn hafa skotið á loft og gæti jafnvel náð til Bandaríkjanna.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði litið væri á tilraun Norður-Kóreumanna sem „ögrun“ sem ógnaði ekki aðeins friði á Kóreu-skaganum heldur einnig í Bandaríkjunum.

Stutt er síðan Öryggisráðið kom saman til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að stjórnvöld þar í landi sprengdu sína fjórðu kjarnorkusprengju, sem þau sögðu að hefði verið vetnissprengju.

Hér má sjá myndband, sem birt var í norðurkóreska ríkissjónvarpinu, af því þegar eldflauginni var skotið á loft.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KkoUtna3WOA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar