fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Tilfellum apabólu í Bretlandi fjölgar – „Haldiði ykkur heima“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 16:00

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilfellum apabólu hefur fjölgað nokkuð mikið í Bretlandi á dögunum og hafa yfirvöld hvatt Breta til að halda sér heima ef grunur er um sýkingu. Alls hafa nú 1.076 tilfelli greinst í Bretlandi, töluvert meira en til að mynda í Bandaríkjunum þar sem 244 hafa greinst. The Sun fjallaði um málið.

„Við búumst við því að tilfellum haldi áfram að fjölga á komandi dögum og vikum,“ segir dr. Sophia Makki, framkvæmdastjóri Heilbrigðisöryggisstofnunar Bretlands. „Ef þú ert að mæta á stóra viðburði yfir sumarið eða að stunda kynlíf með nýju fólki, vertu á varðbergi fyrir einkennum apabólu svo þú getir farið í skimun sem fyrst og komið í veg fyrir að smita aðra.“

Makki segir að meirihluti þeirra tilfella sem hafa greinst í Bretlandi séu hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. „Hins vegar þurfa allir sem eru í nánum samskiptum við einstaklinga með einkenni að hafa varann á.“

Þá segir Makki að ef grunur liggur á að fólk sé með apabólu þá eigi það alls ekki að mæta á viðburði, hitta vini eða stunda kynlíf. „Haldiði ykkur heima og hafið samband við heilbrigðisyfirvöld til að fá aðstoð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli