fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsa 30 milljóna króna brugggræjur til sölu á Facebook – „ÁTVR hefur verið frekar fjandsamlegt við okkur“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júní 2022 20:30

Dagbjartur og brugghúsið - Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjartur Ingvar Arilíusson birti í gær færslu í Facebook-hópnum Brask og brall.is þar sem hann auglýsti atvinnu-bruggtæki til sölu. „Vegna endurskipulagningar eru til sölu fullkomnar brugggræjur,“ segir Dagbjartur í færslunni en í pakkanum er 2.000 lítra brugghús, tankar, sía og fleira. „Komplett verksmiðja,“ segir hann. Ásett verð er 30 milljónir en ýmis skipti verða skoðuð.

DV hafði samband við Dagbjart en hann rekur ásamt fleirum brugghúsið Steðja í Borgarfirðinum. „Við erum að íhuga að hætta,“ segir hann í samtali við blaðamann. „Það er ákveðin þreyta hjá okkur, þetta er búið að vera erfiður rekstur skulum við segja bara. Þetta tekur á, það er mikil vinna í kringum þetta og við erum kannski ekki nógu nálægt markaðnum heldur.“

Aðspurður um markaðinn segir Dagbjartur hann vera mjög erfiðan. „Ríkið er ekkert að hjálpa til,“ segir hann.

Skömmu fyrir síðustu þinglok var lögum um sölu á áfengi breytt og verður handverksbrugghúsum líkt og Steðja heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með næstu mánaðarmótum. Dagbjartur segir hins vegar það ekki breyta miklu fyrir reksturinn þeirra og er klásan um að salan þurfi að fara fram á framleiðslustað ástæðan fyrir því.

„Við megum við fara að selja út úr brugghúsunum en þá einmitt lendum við í því að við erum staðsett uppi í sveit og markaðurinn er ekki nálægt okkur. Þetta er dropi í hafið fyrir okkur í rauninni. Það sem okkur hefur vantað frá upphafi er bara full dreifing í ÁTVR sem hefur verið frekar fjandsamlegt við okkur,“ segir hann.

Að lokum segir Dagbjartur það vera skrýtið að vera að selja brugggræjurnar en það sé þó staðan núna „Þetta eru allavega hugmyndirnar sem eru uppi í dag hjá okkur. Við erum svona að kanna aðstæðurnar og markaðinn fyrir þetta, hvort einhver vilji kaupa brugggræjur sem eru til sölu,“ segir hann.

Samkvæmt Dagbjarti hafa viðbrögðin við auglýsingunni verið mikil. „Ég hef ekki haft undan til að svara tölvupóstum síðan ég setti þetta inn,“ segir hann.

„Þetta er gert með trega, þetta er barnið manns svolítið en maður getur ekki haldið öllu alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi