fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Strákarnir klárir í hvað sem er – „Þurfum að halda áfram með sama hugarfar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 13:20

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U-21 árs landslið Íslands mætir því tékkneska í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2023. Leikið verður heima og að heiman. Fara leikirnir fram á dögunum 19. – 27. september næstkomandi.

Lokamótið fer svo fram í Georgíu og Rúmeníu frá 21. júní til 8. júlí á næsta ári.

„Þetta er bara spennandi. Tékkarnir eru gott lið, voru með Englandi í riðli og fóru nokkuð örugglega í gegnum sína leiki. Þeir héldu sjö sinnum hreinu í tíu leikjum, sem er ansi gott,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 liðsins, við 433.is eftir dráttinn.

„Ég er ekkert búinn að skoða þá í þaula en aðeins búinn að kynna mér þá síðasta klukkutímann.“

Tékkland gerði góða hluti í riðli sínum með Englandi og endaði í öðru sæti, búast má við erfiðu verkefni fyrir U21 árs lið Íslands. Davíð er þó fullur sjálfstrausts.

„Við spiluðum við góð lið í okkar riðli líka. Ég tel okkar lið vera klárt í hvað sem er. Við þurfum að halda áfram með sama hugarfar.“

„Á þessu stigi eru öll liðin góð,“ sagði Davíð. „Þetta verða góðir leikir, tvö góð lið. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besti leikmaður sem hann hefur þjálfað – Vildi bara djamma og var alltof þungur

Besti leikmaður sem hann hefur þjálfað – Vildi bara djamma og var alltof þungur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar talar um besta landsleik í sögu Íslands gegn Úkraínu – „Það er gott og blessað, þið þurfið að selja ykkar blöð og ég skil það vel“

Arnar talar um besta landsleik í sögu Íslands gegn Úkraínu – „Það er gott og blessað, þið þurfið að selja ykkar blöð og ég skil það vel“
433Sport
Í gær

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“
433Sport
Í gær

Birkir furðar sig á umræðunni um Túfa – „Bara galið“

Birkir furðar sig á umræðunni um Túfa – „Bara galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hákon: „Dýrt að gera svona aulamistök“

Hákon: „Dýrt að gera svona aulamistök“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andri Lucas lýsir ástandinu í klefa Íslands eftir leik – „Vatnsbrúsar flugu hægri vinstri“

Andri Lucas lýsir ástandinu í klefa Íslands eftir leik – „Vatnsbrúsar flugu hægri vinstri“
433Sport
Fyrir 2 dögum

United horfir einnig til Tyrkjans unga

United horfir einnig til Tyrkjans unga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu mörkin: Hrun Íslands undir lok fyrri hálfleiks

Sjáðu mörkin: Hrun Íslands undir lok fyrri hálfleiks