fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá N1

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur fallið í máli manns í Héraðsdómi Suðurlands en maðurinn var staðinn að ítrekuðum bensínstuldi.

Í samtals 207 skipti stal hann allt í allt 19.255,30 lítrum af eldsneyti, að andvirði 3.625.941 króna. Þetta gerði hann á tíu mánaða skeiði árið 2020 á sjálfstafgreiðslustöðvum N1 í Þorlákshöfn, Sandgerði, Garði, Laugarvatni og Flúðum. Maðurinn gerði þetta í auðgunarskyni og notaði viðskiptakort fyrirtækisins til að láta skuldfæra þessar upphæðir á reikning þess.

Málið var tekið fyrir dóm fimmtudaginn 16. júní síðastliðinn. Brotaþolinn, Suðurverk efh, gerði kröfu um að ákærði yrði dæmdur til að greiða skaðabætur að fullu andvirði stolna eldsneytisins. Maðurinn viðurkenndi sekt sína, sagðist iðrast gjörða sinna og einnig að hann hefði náð samkomulagi við brotaþola um greiðslu skaðabótanna.

Þá var þess einnig krafist að ákærði greiði málskostnað brotaþola, 120.000 krónur.

Maðurinn var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og fallist var á allar skaðabótakröfur brotaþola.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð