fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Dóttir Elon Musk vill ekkert með hann hafa

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:59

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt fimm barna sem auðjöfurinn Elon Musk átti með fyrri eiginkonu sinni er trans og vill slíta sig frá föður sínum. Hin 18 árra Vivian Jenna Wilson, fædd Xavier Musk, hefur sótt um að fá að breyta nafni sínu opinberlega. Ástæðan sem hún gaf upp var, samkvæmt TMZ: „Kynvitund auk þess að ég bý ekki lengur hjá, né vil eiga nokkurs konar tengingu við föður minn.“

Vill taka nafn móður hennar

Eftirnafnið Wilson kemur frá móður hennar Justine Wilson. Elon Musk og Justine áttu tvíbura og þríbura saman. Elon Musk og Justine voru gift frá árinu 2000 til ársins 2008. Í beiðninni kemur einnig fram að hún vill láta viðurkenna sig opinberlega sem kvenkyns.

Þó að Elon Musk hafi lýst stuðningi sínum við málstað trans fólks talar hann öðru máli oft á samfélagsmiðlum. Musk hefur nýlega sætt gagnrýni fyrir að leysa leiðtoga LGBTQ+ samtaka fyrirtækis hans Tesla frá störfum, ásamt fulltrúum fjölbreytniherferðar fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“