fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Framkvæmdastjóri hjá Eimskip boðaður í skýrslutöku og samkeppniseftirlitið gerði húsleit í Danmörku

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. júní 2022 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Eim­skips, Hilm­ar Pét­ur Val­g­arðsson, var í dag boðaður í skýrslu­töku hjá héraðssak­sókn­ara vegna rann­sókn­ar á sölu skip­anna Goðafoss og Lax­foss árið 2019, sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara árið 2019. Hann nýt­ur réttar­stöðu sak­born­ings við skýrslu­tök­una.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöll Íslands í kvöld.

Þar segir ennfremur að forstjóri félagsins, Vilhelm Már Þorsteinsson, muni gefa skýrslu hjá embættinu í þágu málsins en hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi.

Í tilkynningunni segir: „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“

Húsleit hjá dótturfélagi í Danmörku

Um átta mínútum seinna sendi Eimskip svo aðra tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að í dag hafi danska samkeppniseftirlitið framkvæmt húsleit í Álaborg hjá dönsku dótturfélagi Eimskip Holding B.V., sem er í eigu Eimskipafélags Íslands, á grundvelli dómsúrskurðar.

„Húsleitin snýr að starfsemi Atlantic Trucking sem er hluti af Eimskip Denmark A/S og er hluti af rannsókn á háttsemi í landflutningum í Danmörku og tók til fleiri félaga á þeim markaði. Tilgangur húsleitarinnar er að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra samkeppnislaga,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að dótturfélagið vinni að því að veita dönskum samkeppnisyfirvöldum aðgang að umbeðnum upplýsingum.

„Eimskipafélag Íslands hf. hefur ekki ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn dönskum samkeppnislögum í starfsemi Atlantic Trucking sem hefur um 5% markaðshlutdeild í gámaflutningum á þessum markaði,“ segir í þessari seinni tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu