fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Sex ára sonur Sjafnar var fluttur í lögreglubíl og sjúkrabíl í sömu vikunni – Tvisvar nefndur í dagbók lögreglunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2022 10:26

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Emilía Hannesdóttir er flugfreyja í Garðabæ sem á afar orkumikinn son, sex ára dreng sem hefur tvisvar verið í fréttum vikunnar, vegna tveggja misalvarlegra atvika.

Í fyrra tilvikinu, sem var í fréttum á mánudag, var greint frá smávöxnum borgara sem sést hafði á förnum vegi á sokkaleistunum og var tilkynnt um hinn smávaxna til lögreglunnar. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að drengurinn hafði strokið úr leikskólanum sínum. Var honum komið í hendur foreldra sinna.

Seinna atvikið var í gær. Ökumaður í Garðabæ var þá að bakka úr stæði þegar drengurinn kom á reiðhjóli sínu inn í hlið bílsins.

Sjöfn tjáir sig um atvikin í Facebook-færslu. Hún segir að sonur hennar, sem heitir Tómas Óli, fari á 1000 km hraða í lífinu og sé ávallt óhræddur, en það aftur á móti hræði foreldra hans.

Sjöfn skrifar:

„Ætli það sé ekki heimsmet að komast í lögreglubíl og sjúkrabíl í sömu vikunni þegar maður er 6 ára?  Tómasi Óla okkar tókst það og komst í fréttirnar í bæði skiptin!

Tómas vildi komast í sumarfrí og strauk á sokkunum úr leikskólanum sem er grátbroslegt núna en ekkert svo sniðugt þegar lögreglan bankaði upp á með hann Allt fór þó vel og þökkum fyrir að hann fannst heill á húfi á röltinu.

Elsku kallinn okkar varð svo fyrir því í gær að bakkað var á hann þegar hann er að hjóla. Þökkum Guði fyrir hjálminn og að ekki fór verr en högg á andlitið. Svona slys gerast og þá sérstaklega á sumrin þegar börnin eru frjáls úti að leika.

Okkar maður fer áfram á 1000 km hraða í lífinu og er ekki hræddur við neitt og það hræðir okkur óendanlega mikið.“

Sjöfn greinir síðan frá góðri reglu sem kemur í veg fyrir slys þegar farið er úr stæðum:

„Ég ræddi við vinkonu mína og frænku Tómasar Óla í gær, hún sagði mér alveg ótrúlega sniðuga reglu sem hefur verið sett á í hverfið þeirra á sumrin. Fólk er beðið um að bakka í stæðin sín til að hafa betri yfirsýn yfir hverfið þegar farið er af stað aftur. Endilega höfum þetta í huga, við vorum bara heppin í gær.“

Sjöfn skrifar enn fremur:

„Hugur okkar er auðvitað hjá bílstjóranum, svona slys bara gerast en alltaf gott að minna sig og aðra á því að þessi litlu kríli hreinlega sjást ekki.  Annars eru foreldrar og systkin örugglega í meira sjokki heldur en Tómas sjálfur sem er núna alsæll með að hafa farið í lögreglubíl og sjúkrabíl í sömu vikunni  Sjúkraflutningamenn og lögreglan alveg dásamleg.“

Í stuttu spjalli við DV vildi Sjöfn koma því á framfæri að sonur hennar hefði verið á reiðhjóli en ekki rafmagnshjóli þegar slysið varð en eitthvað bar á misskilningi um þetta í fréttum einhverra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun