fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Erill hjá lögreglu í nótt – Átta gista fangageymslur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2022 08:02

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 62 mál skráð hjá lögreglunni fá kl. 17 í gær til 5 í morgun. Átta gista fangageymslur, þar af fjórir vegna líkamsárása í fjórum aðskildum málum, tveir vegna innbrots, einn var eftirlýstur og einn fyrir ítrekuð afskipti af störfum lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í miðbænum og voru einhverjir munir teknir. Lögreglu grunar hver var að verki og er málið í rannsókn.

Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 104. Þar hljóp maður út og sparkaði ítrekað í bíl.

Í Hafnarfirði var maður handtekinn, grunaður um líkamsárás. Er hann talinn hafa ráðist á tvo menn, skallað annan í andlitið og kýlt hinn tvisvar. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Tveir menn voru handteknir í Kópavogi, grunaðir um innbrot og þjófnaði. Voru þeir vistaðir í fangageymslu.

Umferðarslys varð í Mosfellsbænum þegar rafhlaupahjól og reiðhjól lentu saman. Minniháttar meiðsl urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út