fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

180 klukkutímar í samfélagsþjónustu fyrir dýraníð

433
Þriðjudaginn 14. júní 2022 22:10

Mynd: Instagram/Kurt Zouma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kurt Zouma, leikmaður West Ham, þarf að sinna 180 klukkutímum í samfélagsþjónustu fyrir dýraníð.

Þetta kemur fram í frétt Daily Mail í dag en viðbjóðslegt myndband af Zouma vakti mikla athygli í vetur.

Þar mátti sjá Zouma níðast á eigin gæludýrum og öskraði hann til að mynda ‘ég sver, ég mun sparka í hann’ en orðin voru látin falla um kött og stóð varnarmaðurinn því miður við þessu orð.

Zouma þarf einnig að borga níu þúsund pund í sekt en það var bróðir hans, Yoan, sem tók upp myndbandið sem var birt á Snapchat.

Zouma hefur játað sök í málinu en hann viðurkennir að hafa níðst óþarflega á dýrinu eftir að það hafði skemmt stól á heimilinu.

Gæludýrin eru sem betur fer ekki lengur í eigu Zouma og hans fjölskyldu en hann má ekki eignast kött næstu fimm árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“
433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?