fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það geti verið snjallt að taka veikindi alvarlega og vera frá vinnu jafnvel þótt það hafi í för með sér að verkefnin hrúgist upp í vinnunni á meðan.

Eflaust kannast flestir við að hafa vaknað að morgni til við að nefið var stíflað og mikill höfuðverkur sótti á. Þá var líklega góð hugmynd að vera heima og hvílast og láta vinnuna eiga sig en vinnan kallaði, verkefnin voru mörg og því var farið í vinnu.

En það er ekki svo snjallt að gera það að mati írskra vísindamanna sem birtu nýlega niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar í Journal of Occupational Health Psychology.

Í umfjöllun forskning.no um málið kemur fram að írsku vísindamennirnir segi að það að fara í vinnu veik(ur) valdi aðallega vanda daginn eftir. „Þótt það geti virst góð hugmynd að vinna þrátt fyrir veikindi, til að ljúka verkefnunum, þá sýnir rannsóknin að það hefur dómínóáhrif á frammistöðuna daginn eftir,“ sagði Wladislaw Riykin, prófessor við Trinity Business Scholl í Dublin, einn höfunda rannsóknarinnar í fréttatilkynningu.

Hann sagði að þrátt fyrir að það komi vinnuveitandanum kannski vel ef fólk mæti til vinnu þrátt fyrir að það sé veikt þá sá ásættanlegt að draga úr daglegum verkefnum og gæta að heilsunni þess í stað. „Stjórnendur ættu að fullvissa starfsfólk um að ef því líði ekki vel sé í lagi að draga úr daglegum verkefnum og gæta að heilsunni þess í stað,“ sagði hann.

Í niðurstöðu sinni segja vísindamennirnir að þegar fólk er veikt sé andleg orka þess lítil og það krefjist meiri vinnu að einbeita sér og þeirri einbeitingu sé ekki hægt að ná fyrr en daginn eftir.

Rannsóknin var framkvæmd 2020. 126 manns, sem unnu heima, tóku þátt í henni og skráðu daglega vinnu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar