fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Handtekin fyrir að stýra reiðhjóli ölvuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. júní 2022 07:53

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert var að gera hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og voru allmörg mál skráð í dagbók lögreglu.

Málin eru ekki öll mjög alvarleg. Þannig voru höfð afskipti af drukkinni konu á reiðhjóli í hverfi 113 kl. hálfellefu í gærkvöld. Var konan handtekin vegna gruns um að stýra reiðhjóli drukkin. Var hún færð á lögreglustöð en látin laus að lokinni skýrslutöku.

Á öðrum tímanum í nótt voru höfð afskipti af manni sem var til vandræða á veitingastað í hverfi 108. Var maðurinn með hótanir og sagður vera með hníf. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og voru efni og hnífur haldlögð, Var vettvangsskýrsla rituð.

Tilkynnt var um umferðaróhapp við Heiðmerkurveg á ellefta tímanum í gærkvöld. Þar hafði bíl verið ekið á tré og síðan skilinn eftir og ökumaðurinn farinn af vettvangi, Krókur kom á vettvang og flutti bílinn burtu.

Um hálfníu í gærkvöld voru afskipti höfð af tveimur konum í verslun í Kópavogi vegna búðarþjófnaðar. Voru þær að yfirgefa verslunina með fjögur ilmvatnsglös fyrir tæpar 60.000 krónur er þær voru stöðvaðar. Öryggisvörður tók ilmvatnið og óskaði eftir lögreglu á vettvang.

Upp úr hálfsex í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108.  Maður í annarlegu ástandi var til vandræða í versluninni og var starfsfólk búið að taka af honum vörur sem hann var búinn að setja innan klæða. Manninum hafði síðan verið vísað út en hann kom aftur og hélt áfram að setja varning í vasa sína. Maðurinn yfirgaf síðan verslunina en lögregla handtók hann skömmu síðar. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Maður féll af rafmagnshlaupahjóli laust fyrir miðnætti í Hafnarfirði. Fékk hann höfuðhögg við fallið og mögulega heilahristing. Var hann fluttir á Bráðadeild með sjúkrabíl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna