fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óttast kólerufaraldur í Mariupol – Lík liggja um alla borg og hitinn vex

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 11. júní 2022 12:53

Lík liggja um alla borgina og hitastigið fer hækkandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjóri Mariupol, Vadym Boichenko, segir hættu á að þúsundir íbúa borgarinnar muni látast af kóleru og öðrum lífshættulegum sjúkdómum. Lík liggja um alla borg og þegar við erum komin inn í sumarmánuðina fer hitastigið hækkandi. Reuter greinir frá.

Boichenko segir vatnsbrunna hafa mengast vegna líkamsleifa fólks sem hefur látist á undanförnum vikum í árásum Rússa á borgina og það gangi seinlega að sækja lík og ganga frá þeim.

„Blóðkeppusótt og kólera eru að breiðast út. Þetta er því miður það sem læknarnir okkar segja – að stríðið hafi tekið frá okkur tuttugu þúsund íbúa Mariupol en þessar farsóttir muni taka þúsundir til viðbótar,“ sagði borgarstjórinn í sjónvarpsviðtali.

Boichenko heldur til utan við Mariupol segir borgina hafa verið setta í sóttkví.

Yfirvöld í Úkraínu segja að um hundrað þúsund manns séu nú í Mariupol, borg sem eitt sinn iðaði af lífi. Þar bjuggu 430 þúsund manns áður en stríðið hófst en nú er borgin rústir einar.

Boichenko, sem í síðasta mánuði sagði að sprengingar Rússa hefðu breytt Mariupol í „miðalda gettó“, segir íbúa hafa neyðst til að drekka úr vatnsbrunnum því hvergi í borginni væri að finna rennandi vatn eða virkt klóakkerfi.

Hann hvatti Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðanefnd Rauða krossins til að vinna að mannúðlegri leið til að hjálpa íbúum að flýja borgina, sem yfirvöld í Úkraínu segja að skorti vatn, rafmagn og gas.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði í síðasta mánuði við mögulegri útbreiðslu kóleru í Mariupol.

Breska varnarmálaráðuneytið gaf út í gær að hætta væri á kólerufaraldri í Mariupol þar sem læknisþjónusta er nánast ófáanleg.

Rússar hafa ekki svarað þessum áhyggjuröddum en yfirvöld í Moskvu halda því enn fram að um sé að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“ til að afvopna og „af-nasistavæða“ Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“