fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Vara við miklum hitabylgjum í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 07:30

Þessum er heitt og finnur þá væntanlega ekki mjög til hungurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hitabylgjur á Indlandi og í Pakistan síðustu vikur eru aðvörun um það sem bíður í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu World Weather Attribution en það eru samtök loftslagsvísindamanna.

Í skýrslunni kemur fram að loftslagsbreytingarnar hafi aukið líkurnar á langvarandi og eyðileggjandi hitabylgjum á Indlandi og í Pakistan í framtíðinni.

Vísindamennirnir vísa til þess að í hitabylgju í sunnanverðri Asíu í mars hafi hitinn á Indlandi farið í allt að 50 gráður en aldrei hefur mælst hærri hiti þar síðan mælingar hófust fyrir 122 árum.

Mars var einnig mjög þurr því úrkomumagnið var 62% minna en í meðalári í Pakistan og 71% á Indlandi.

Hitabylgjur eru ekki óvanalegar á þessu svæði áður en monsúntímabilið hefst en svona mikill hiti og lítil úrkoma hefur mikil og slæm áhrif á heilbrigði fólks og landbúnaðinn.

Arpita Mondal, loftslagssérfræðingur hjá Indian Institute of Technology í Mumbai, sagði í samtali við AP af ef meðalhitinn í heiminum verði tveimur gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna geti hitabylgjur af þessu tagi orðið fimmta hvert ár.  „Það sem við sjáum hér er fyrirboði um það sem koma skal,“ sagði hún.

Breska veðurstofan segir að vegna loftslagsbreytinganna sé 100 sinnum líklegra sé að hitabylgjur af þessu tagi verði  og að líklega muni þær verða á þriggja ára fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu