fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

EM hópur kvenna kynntur á laugardag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 17:00

Frá landsleik Íslands í vetur. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðshópur kvenna fyrir Evrópumótið sem hefst í júlí verður kynntur síðdegis á laugardag, áður var áætlað að hópurinn yrði kynntur á föstudag.

Hópurinn verður því kynntur á miðlum KSÍ kl. 13:00 sama dag og fjölmiðlafundur verður haldinn kl. 15:00.

„Í ljósi þess að 8-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fara fram á föstudag hefur KSÍ ákveðið að koma til móts við ábendingar félaga og færa fjölmiðlafund vegna kynningar á hóp A kvenna fyrir lokakeppni EM 2022 yfir á laugardaginn 11. júní,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Mikil eftirvænting er fyrir hópnum en íslenska liðið undir stjórn Þorsteins Halldórssonar er til alls líklegt á EM í Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt