Marcus Rashford framherji Manchester United veit að hann þarf að standa sig vel í upphafi tímabils til að komast í HM hóp Englands.
Rashford er ekki í enska landsliðshópnum um þessar mundir eftir mjög slakt tímabil með United.
Rashford hefur ákveðið að byrja að æfa fyrr en flestir en eftir tveggja vikna sumarfrí er hann byrjaður að æfa.
Erik ten Hag er nýr stjóri Manchester United og er sagður hafa trú á því að geta komið Rashford.
Erik Ten hag hefur boðað æfingar eftir þrjár vikur en Rashford skrifar á Instagram að hann sé byrjaður að æfa á fullu.