fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Segir að Pútín leggi allt að veði núna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 06:27

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa lokað fyrir gasstreymið til fimm Evrópuríkja. Þar á meðal eru Holland, Danmörk og Finnland. Ástæðan er að þessi fimm lönd vilja ekki greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum. En þetta er örvæntingarfullt hjá Rússum og nú leggur Pútín allt að veði.

Þetta sagði Svein Holtsmark, prófessor við varnarmálastofnun Oslóarháskóla, í samtali við TV2. Hann sagði að það að skrúfa fyrir gasið sé meðal margra sífellt örvæntingarfyllri tilrauna Rússa til að fá Vesturlönd til að slaka á refsiaðgerðum eða til að draga úr stuðningi við Úkraínu.

Hann sagði að Rússar muni reyna að beita Vesturlönd þrýstingi og vonast til að þau láti undan. Hugsanlega muni þeir loka fyrir gasstreymið til allra aðildarríkja ESB í þeirri von að þau muni þá hætta að senda vopn til Úkraínu. Ef það mistakist hins vegar sé það ekki gott fyrir Rússa. Þá hafi þeir spilað síðasta trompinu sínu út og hafi ekkert meira upp í erminni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“