fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Elísabet vann Íslendingaslag – Diljá Ýr skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 16:10

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir íslenskir leikmenn komu við sögu með sínum liðum í norsku og sænsku úrvalsdeildunum í dag.

Í Svíþjóð kom Diljá Ýr Zomers inn á sem varamaður á 60. mínútu og skoraði fjórða mark Hacken í 1-5 sigri gegn Brommapojkarna. Hacken er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosengard.

Þá var Hlín Eiríksdóttir í byrjunarliði Pitea í 3-1 sigri gegn Umea. Pitea er í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig.

Loks var Íslendingaslagur þegar Kristianstad tók á móti Örebro. Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með síðarnefnda liðinu og kom Emilía Óskarsdóttir inn á sem varamaður fyrir það fyrrnefnda undir lok leiks. Elísabet Gunnarsdóttir er auðvitað þjálfari Kristianstad. Leiknum lauk 3-0 fyrir Kristianstad sem er í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig. Örebro er í því tíunda með 15 stig.

Í Noregi var Svava Rós Guðmundsdóttir í byrjunarliði Brann í 1-0 sigri gegn Valarenga. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir hana þegar rúmur hálftími lifði leiks. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með tapliðinu. Brann er á toppi deildarinnar með 37 stig, átta stigum á undan Valarenga sem er í öðru sæti.

Selma Sól Magnúsdóttir var þá í byrjunarliði og lék rúman klukkutíma í 2-4 sigri Rosenborg á Arna-Björnar. Hún lagði upp fjórða mark liðsins. Rosenborg er í Þriðja sæti með 29 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum