fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Flautaði á hjólreiðamann áður hann ók á hann og yfir hjólið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. júní 2022 11:51

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi var bifreið ekið á hjólreiðamann í miðbænum. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn. Reiðhjólamaðurinn datt við þetta í götuna og bifreiðin ók áfram, yfir hjólið og síðan af vettvangi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur fram að ekki sé vitað um áverka en hjólreiðamaðurinn hafi afþakkað sjúkrabíl.

Lögregla fékk um hálf níu í gærkvöldi tilkynningu um húsbrot og eignaspjöll í miðborginni. Þar er maður sagður hafa ruðst inn í íbúðarhúsnæði og lagt þar allt í rúst. Hann hafi brotið 2 rúður og svo yfirgefið íbúðina. Á meðan á þessu stóð var kona með börn í íbúðinni en náði hún að komast inn í herbergi og læsa að sér.

Sem endranær hafði lögregla afsipti af þó nokkrum ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í  Breiðholti var tilkynnt um umferðarslys í gærkvöldi er maður datt af rafmagnshlaupahjóli. Var maðurinn töluvert kvalinn og gat lítið tjáð sig. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar.

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás á bar í Breiðholti. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild og árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“