fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Þjóðadeildin: Ungverjar unnu óvæntan sigur á Englendingum

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 18:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverjar tóku á móti Englendingum í Búdapest í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 65. mínútu í óvæntum sigri Ungverja. Það var lítið um að vera í fyrri hálfleik og Englendingar hugmyndasnauðir og daufir framan af.

Ungverjar voru minna með boltann en sköpuðu fleiri og betri færi og verðskulduðu sigurinn. Jarod Bowen, leikmaður West Ham United, var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Í öðrum leikjum dagsins í Þjóðadeildinni gerðu Finnland og Bosnía og Hersegóvína 1-1 jafntefli. Teemu Pukki skoraði mark Finna úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Smail Prevljak bjargaði stigi fyrir gestina í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Armenía vann þá Írland með einu marki gegn engu og Lúxemborg sótti þrjú stig til Litháen í 2-0 sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur