fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

70 ára valdaafmæli Elísabetar drottningar – 17 Bruton Strett og flökkusögurnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 06:06

Elísabet II fylgdist með hersýningu af svölum Buckingham hallar í gær ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófust fjögurra daga hátíðarhöld í Bretlandi til að fagna því að Elísabet II hefur verið drottning í 70 ár. Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Lundúna til að fagna valdaafmælinu. Beinar sjónvarpsútsendingar voru frá þeim og verða í dag og um helgina.

Flestir „veislugestanna“ eru Bretar en einngi er töluverður fjöldi ferðamanna kominn til landsins til að taka þátt í gleðinni.

Fólk hefur streymt að stöðum sem tengjast konungsfjölskyldunni. Til dæmis að Tower of London, þar sem krúnudjásnin eru geymd, og til Westminster Abbey. En fáir hafa lagt leið sína að 17 Bruton Strett og fáir munu væntanlega fara þangað. Það er svo sem ekki mikið konunglegt við þessa skrifstofubyggingu þar sem kínverskur veitingastaður er á fyrstu hæðinni.

17 Brutto Street. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

En þetta heimilisfang hefur verið hjúpað dulúðleika og flökkusögur hafa tengst því áratugum saman. Ástæðan er að hér fæddist Elizabeth Alexandra Mary Windsor þann 21. apríl 1926. Hún er betur þekkt sem Elísabet II drottning.

En drottningin fæddist ekki á kínverskum veitingastað eins og flökkusögur segja. Þegar drottningin fæddist var íbúðarhús á staðnum, þar sem foreldrar hennar bjuggu, ekki kínverskur veitingastaður og skrifstofur. Núverandi bygging er yngri en drottningin.

Önnur útbreidd flökkusaga er að húsið hafi eyðilagst í sprengjuárásum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni en það er heldur ekki rétt. BBC segir að húsið, þar sem drottningin fæddist, hafi verið rifið 1937 en þá var fjölskylda Elísabetar flutt í Buckingham höll.

En svo vikið sé aftur að hátíðarhöldunum þá fylgdist Elísabet II með þeim frá svölum Buckingham hallar í gær. Í gærkvöldi tilkynnti hirðin að hún muni ekki verða viðstödd alla þá viðburði sem hún hafði ætlað sér. Það þarf kannski að koma á óvart því hún er orðin 96 ára og heilsu hennar hefur hrakað síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar