fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir raðverkfæraþjóf

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan aðsópsmikinn verkfæraþjóf í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi til 5 ára fyrir afbrot sín. Maðurinn var ákærður fyrir alls 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu 19. september 2021 til 6. mars 2022. Í flestum tilvikum braust maðurinn inn á byggingarstaði eða nýbyggingar og hafði á brot verkfæri og ýmiskonar byggingarvörur að verðmæti samtals ríflega 43 milljónum króna.

Að auki var maðurinn sakfelldur fyrir nytjastuld á bifreið og brot gegn umferðarlögum,  lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf.

Maðurinn játaði brot sín greiðlega og í dómsorði kemur fram að megnið af þýfinu hafi skilað sér aftur til eigenda sinna. Sá dæmdi á talsverðan brotaferil að baki og hefur frá árinu 2009 hlotið þrjá fangelsisdóma fyrir ýmis brot, þjófnaði og fíkniefnalagabrot.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi um árabil glímt við fíkniefnavanda. Eftir því sem næst verður komið hélt hann sig þó á beinu brautinni frá árinu 2014 til haustsins 2021 þegar áðurnefnd afbrotahrina hófst en afbrotin voru fyrst og fremst til þess að fjármagna neyslu hans.

Ástæðan fyrir því að fangelsisdómurinn var skilorðsbundinn var sú að maðurinn  virðist nú hafa náð einhverjum
tökum á lífi sínu. Hann sækir AA fundi reglulega og er að hefja endurhæfingu hjá VIRK og stefnir að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá kemur fram að hann á ungt barn frá fyrra sambandi sem hann nýtur umgengni við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari