fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ungur maður ákærður fyrir líkamsárás og nauðgun á öðrum ungum manni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2022 15:58

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og nauðgun gegn öðrum ungum manni. RÚV greinir frá ákærunni en í henni kemur fram að brotin hafi verið framin í mars árið 2020.

Ákærði á að hafa skotið í átt að þolandanum með kúlublysi með þeim afleiðingum að kúlurnar enduðu í bakinu á honum. Eftir það er ákærði sagður hafa elt brotaþola upp á Arnarnesveg og hrint honum. Við það féll brotaþoli fram fyrir sig en þá á ákærði að hafa haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans.

Fram kemur í ákærunni að brotaþoli hafi vegna þessa fengið opið sár á höfði og yfirborðsáverka víðs vegar um líkamann. Brotaþoli krefst þess að fá 2 milljónir króna í miskabætur frá ákærða.

Samkvæmt RÚV er búið að þingfesta ákæruna en það var gert í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði. Ekki er vitað hvort ákærði hafi játað sök sína í málinu sökum þess að þinghald er lokað í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”