fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hemmi neitaði að mæta í viðtöl í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 08:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, vildi ekki mæta í viðtöl eftir tap liðsins gegn Fylki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Fótbolti.net sagði frá þessu.

Það var á brattann að sækja fyrir ÍBV frá því á 36. mínútu en þá fékk Tómas Bent Magnússon að líta sitt annað gula spjald. Mathias Laursen kom Fylki svo yfir rétt fyrir leikhlé.

Snemma í seinni hálfleik kom Ásgeir Eyþórsson heimamönnum í 2-0 og staðan orðin þung fyrir eyjamenn. Alex Freyr Hilmarsson setti smá líf í leikinn með því að minnka muninn fyrir ÍBV á 83. mínútu. Nær komust gestirnir þó ekki. Lokatölur 2-1.

ÍBV hefur farið illa af stað í Bestu deildinni, er í ellefta sæti með aðeins þrjú stig eftir sjö leiki. Nú er liðið dottið úr leik í bikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag