fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Rússar sagðir skjóta allt í tætlur og sækja fram í Luhansk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Sjejverodonetsk í Luhansk í Úkraínu vita svo sannarlega af því að rússneskar hersveitir sækja að þessari iðnaðarborg. Serhij Hajdaj, héraðsstjóri í Luhansk, segir að Rússar láti flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir borgina og geri auk þess loftárásir á hana.

Í samtali við AFP sagði hann að staðan sé mjög erfið og versni með hverri klukkustundinni sem líður. „Þeir eru einfaldlega að eyða Sjeverodonetsk af yfirborði jarðar,“ sagði hann.

Eftir misheppnaða sókn sína að höfuðborginni Kyiv hörfaði rússneski herinn þaðan og hefur síðan einbeitt sér að Donbas en það er svæði sem Luhans og Donetsk mynda. Fjöldi Rússa býr í héraðinu. Það eru þeir sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segist vera að bjarga frá „úkraínskum nasistum“.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, gefur ekki mikið fyrir þessi orð Pútíns og segir að Rússar séu að „jafna allt við jörðu í Donbas“.

Það er ekki neitt nýtt að barist sé í Donbas því aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, hafa barist gegn úkraínskum hersveitum þar síðan 2014 og hafa notið stuðnings Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“