fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. maí 2022 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Waage hefur hrint af stað undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum, sómölskum konum, sem vísa á úr landi héðan á næstunni. Að sögn Gunnars verður þeim snúið aftur til Grikklands þaðan sem þær komu en þar bjuggu þær á götunni við skelfilegar aðstæður. Hætta er á því að frá Grikklandi verði þær sendar aftur til heimalands síns, Sómalíu, þar sem réttindi kvenna eru fyrir borð borin.

Í áskorun undirskriftarsöfnunarinnar segir:

„Þær Fatma og Nadifa eru með hræðilega áfallasögu og koma frá landi þar sem einna minnst kvenréttindi gilda. Það á að vera baráttumál okkar allra að leyfa þessum fjöldabrottvísunum dómsmálaráðherra ekki fram að ganga.

Þess ber að geta að eftirfarandi aðstæður þurfa konur og stúlkur að búa við í Sómalíu:

Samkvæmt Sharia lögum er refsiramminn fyrir karla 10 ár fyrir að drepa konu sína, dóttur, systur eða móður. Ef að sýnt þykir fram á að gerandinn hafi verið í miklu ójafnvægi þá kemur það til refsilækkunar. Algengt er að engin refsing liggi við þessu.

Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, karlmenn mega aftur á móti skilja við konur sínar eftir hentisemi. Dæmi eru um barnungar konur sem eru einstæðar mæður og eiginmenn þeirra hafa losað sig við.

Við skilnað færist forsjá yfir börnum yfir til föðurfjölskyldu. Konan missir þá börnin.

Að þessu viðbættu þá stafar íbúum stöðug ógn af hryðjuverkasamtökunum Al-Shabab, en á hverjum degi eiga sér stað aftökur Sharia dómstóla og sprengjuárásir í borginni Mogadishu.“

Nánar má lesa um málið hér og leggja því lið ef lesendum hugnast svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum