fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Mynd af flassaranum í Laugardal í dreifingu – Lögreglan leitar leiða til að stöðva hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem undanfarin misseri hefur margoft berað kynfæri sín og áreitt börn og ungmenni í Laugardal var handtekinn í lok gærdags. Hafði hann verið að bera sig í Laugardalnum. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglu í nótt og bíður yfirheyrslu.

Lögregla leitar leiða til að stöðva framferði mannsins. Er verið að kanna hvort hægt sé að beita þvingunarúrræðum.

„Það er verið að skoða hvað hægt er að gera. Hann virðist alltaf vera á svæðum þar sem engar myndavélar eru. Hann virðist hafa vit á því,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segist hann telja að það sé meðvitað atferli hjá manninum að halda sig utan eftirlitsmyndavéla þegar hann berar sig.

Framferði mannsins hefur vakið skelfingu og reiði á meðal íbúa svæðisins. Mynd af honum, sem hér birtist óskýr, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Bjartmar Leósson hjólhestahvíslari hefur einnig orð á því að hann hafi hirt nokkur stolin hjól af manninum og maðurinn hafi einu sinni ráðist harkalega á sig.

Komið hefur fram í umræðum að sum börn eru hætt að þora á íþróttaæfingar á svæði Þróttar og Ármanns í Laugardalnum en þar hefur maðurinn margoft áreitt börn. Er þetta því sannarlega ófremdarástand sem lögreglan leitar leiða til að leysa.

Á þriðjudag ræddi DV við móður stúlku sem orðið hefur fyrir barðinu á manninum. „Þær voru á útiæfingu, það var svo gott veður þess vegna voru þær úti, þær voru að hlapa hringinn um fótboltavöllinn. Hann var búinn að vera eitthvað að biðja þær um að koma,“ sagði hún. Benti móðirin á að maðurinn væri með nýlegan dóm á sér og hefði því með framferði sínu rofið skilorð. Svona lýsir hún athæfi mannsins enn fremur:

„Þegar þær voru á öðrum hringi þá tekur hann út typpið og hún sá það, ég get ekki talað fyrir hinar stelpurnar. Þær hlaupa í kjölfarið inn og það er hringt á lögregluna. Lögreglan kemur en sér ekki manninn þarna þannig þær ætluðu bara að fara en þá segir dóttir mín við lögregluna að maðurinn hafi tekið út kynfærin og sýnt þeim. Þá brugðust þeir við og létu mig vita og tilkynntu það til Barnaverndar.“

Eitt mögulegt úrræði til að koma manninum úr umferð væri síbrotagæsla. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er eitt skilyrði þess að maður sé úrskurðaður í gæsluvarðhald eftirfarandi: „…að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi,“ (14. kafli, 95. gr.)

Í umræðum um manninn í FB-íbúahópi Langholtshverfis segir einn íbúi: „Þetta er greinilega maður með geðræn vandamál og hegðun hans er klárleg ógeðfeld og auðvitað ætti hann að fá viðeigandi innlögn á geðsviðið. Er ekki kerfið að bregðast þessum manni? Vonandi fær hann viðeigandi vistun einhverstaðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“