fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 18:00

Ófrjósemi hrjáir marga. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófrjóir karlar eru hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þeir sem ekki glíma við ófrjósemi. Brjóstakrabbamein er mun sjaldgæfara meðal karla en kvenna.

Tengsl brjóstakrabbameins og ófrjósemi höfðu áður verið rannsökuð í litlum rannsóknum en nú hafa niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar verið birtar í vísindaritinu Breast Cancer Research.

The Guardian segir að sérfræðingar hjá Institute of Cancer Research London, þar sem rannsóknin var gerð, segi að niðurstöðurnar bendi til að frekari rannsókna sé þörf til að skilja undirliggjandi ástæður brjóstakrabbameins hjá körlum en þær eru nánast óþekktar.

Dr Michael Jones, höfundur rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar mikilvægar því þær tengi ófrjósemi við brjóstakrabbamein hjá körlum. „Rannsóknin okkar bendir til að ófrjóir karlar geti verið allt að tvisvar sinnum líklegri, en karlar sem glíma ekki við ófrjósemi, til að þróa brjóstakrabbamein með sér,“ sagði hann.

Hann sagði að ekki sé vitað hvað veldur þessu og því sé þörf á að rannsaka hlutverk frjósemishormóna í körlum og tengsl þeirra við brjóstakrabbamein. „Við vonumst til að það geti veitt innsýn í undirliggjandi ástæður brjóstakrabbameins hjá körlum og jafnvel konum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð