fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Óvenjuleg afskipti Pútíns af hernaðinum í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 05:38

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum vestrænna leyniþjónustustofnana þá hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, blandað sér í ákvarðanatöku varðandi stríðsreksturinn í Úkraínu. Sem forseti er hann æðsti yfirmaður hersins en afskipti hans af hernaðinum þykja mjög óvenjuleg.

The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum vestrænna leyniþjónustustofnana þá hafi Pútín verið að skipta sér af taktískum ákvörðunum herforingja, eitthvað sem er langt fyrir utan verksvið hans.

„Þjóðhöfðingi ætti að hafa annað og betra að gera en að taka ákvarðanir varðandi hernað. Hann á að leggja pólitískar línur en ekki skipta sér af daglegum athöfnum,“ sagði Ben Barry, fyrrum hershöfðingi í breska hernum og sérfræðingur í landhernaði hjá International Institute of Strategic Studies, í samtali við The Guardian.

Pútín er sagður hafa tekið ákvarðanir sem ofurstar eða hersveitarforingjar eigi frekar að taka.

Ekki fylgir sögunni hvort íhlutun Pútíns í ákvarðanatökunni eigi sinn þátt í að stríðsrekstur Rússar gengur mjög illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“