fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögregluglefsir stakk félaga sinn til margra ára í bakið með hníf – „Ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 18:45

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. maí síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni nokkrum sem var ákærður fyrir ýmis brot. Til að mynda var hann sakaður um að bíta lögreglumenn og að stinga mann í bakið með hníf.

Maðurinn sem um ræðir var ákærður fyrir þó nokkur brot gegn valdstjórninni. Þriðjudaginn 7. júlí árið 2020 var maðurinn staddur í lögreglubifreið í Reykjavík og hrækti þá, blóðugum hráka, í andlit lögreglumanns og beit í lófa hægri handar á öðrum lögreglumanni. Lögreglumaðurinn sem var bitinn þurfti að undirgangast blóðrannsókn vegna mögulegrar smithættu. Sama dag beit maðurinn lögreglumann í annarri lögreglubifreið í Reykjavík. Þann lögreglumann beit hann í hægri sköflunginn.

Ástæðan fyrir því að maðurinn var í haldi lögreglu þann 7. júlí er sú að hann var sakaður um að hafa veist með ofbeldi að tveimur manneskjum sem sátu við borð í söluturni í Reykjavík. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið aðra manneskjuna kverkataki með annarri hendi sinni og í kjölfarið slegið hina manneskjuna í andlitið. Manneskjan sem hann sló hlaut mar á andliti en hin manneskjan hlaut mar og yfirborðsáverka á hálsi.

Maðurinn var í kjölfar þessa færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík en þar fannst á honum, við öryggisleit, 1.39 grömm af amfetamíni og 1,36 grömm af marijúana.

Haustið sama ár, þann 7. október, hrækti maðurinn í andlitið á lögreglumanni og hótaði honum þar að auki, með því að segja annars vegar: „Haltu kjafti, ég finn hvar þú átt heima og ég drep þig“ og hins vegar: „ég finn hvar þú átt heima og drep þig“.

Síðar í október, eða nánar tilgreint þriðjudaginn 27. október, var maðurinn aftur staddur í fangaklefa á lögreglustöðunni við Hverfisgötu. Þar hótaði hann lögreglumanni með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“.

Í kjölfarið tók maðurinn utan um fingur lögreglumannsins og snéri upp á hann. Eftir það snéri hann sér að lögreglukonu og hótaði því að hann myndi hrækja í andlit hennar. „Haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka,“ sagði hann svo við lögreglukonuna.

Stakk félaga sinn til margra ára í bakið

Eins og fyrr segir var maðurinn ákærður fyrir að stinga mann með hníf í bakið en í dómnum segir að um sé að ræða borðhníf frá IKEA. Líkamsárásin var sögð „sérstaklega hættuleg“ í dómnum en maðurinn sem var stunginn hlaut 3 sentimetra langan og 5 sentimetra djúpan skurð á baki.

Brotaþoli lagði fram einkaréttarkröfu í málinu en hann fór fram á  2 milljónir í miskabætur auk vaxta. Brotaþoli fór einnig fram á að ákærði greiddi þann kostnað sem fallið hafði á hann vegna málsins.

Ítarlega er fjallað um þessa líkamsárás í dómnum. Ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í mörg ár og verið góðir vinir áður fyrr. Þeir höfðu drukkið sig fulla saman þetta kvöld og farið síðan í heimsókn til félaga brotaþola þar sem drykkjan hélt áfram. Ákærði fór svo í göngutúr með félaga brotaþolans en hann segir brotaþola hafa ráðist á sig með glerglasi þegar þeir komu til baka.

Ákærði segist ekki muna hvers vegna brotaþola hefði orðið uppsigað við sig. Þá segist hann hafa lengi verið hræddur við brotaþola þar sem hann hafði áður ráðist á sig og meðal annars hótað sér með skrúfjárni. Ákærði kvaðst hafa legið á gólfinu með brotaþola ofan á sér, þreifað í kringum sig og gripið það næsta sem hann hefði fundið til að verja sig og slegið hann með því. Það reyndist vera áðurnefndur IKEA-hnífur.

Fyrir dómi bar ákærði það fyrir sig að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Ströngum skilyrðum þarf að vera fullnægt svo neyðarvörn leysi menn undan refsiábyrgð og fannst dómnum að þeim skilyrðum hafi ekki verið fullnægt í máli ákærða. Til dæmis hafði félagi brotaþola lýst því hvernig ákærði fór sjálfur inn í eldhús til að sækja hnífinn og svara fyrir sig eftir að hann var sleginn með glasinu.

Sá félagi var á vettvangi allan tímann og hefði ákærði getað óskað eftir aðstoð hans, sem hann gerði ekki. Því var ekki unnt að fallast á að háttsemi ákærða hafi verið nauðsynleg til að verjast árás brotaþola. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina samkvæmt ákærunni.

18 mánaða fangelsi og hnífurinn gerður upptækur

Ákærði var dæmdur í 18 mánaða fangelsi en var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Þá féllst dómari á að brotaþoli ætti rétt til bóta, þó ekki þær 2 milljónir sem hann fór fram á heldur 600 þúsund krónur auk vaxta.

Þá var hnífurinn gerður upptækur ásamt fíkniefnunum sem hann hafði á sér við komuna á lögreglustöðina.

Ákærði var eins dæmdur til að greiða verjanda sínum, alls 1.116.000 krónur, en einnig þóknun verjanda sem kom að málinu á rannsóknarstigi sem var 139.500 krónur og svo 251.172 krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar