fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku og Noregi

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 20:06

Stefán Teitur Þórðarson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viking er áfram á toppnum í norsku úrvalsdeild karla eftir 3-0 sigur gegn Jerv í dag. Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliðinu hjá Viking en kom af velli þegar 12 mínútur lifðu leiks. Viking er með 19 stig eftir átta leiki.

Lilleström situr í öðru sæti deildarinnar eftir 1-o sigur á Sarpsborg. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Lilleström undir lok leiks. Lilleström er tveimur stigum á eftir toppliði Viking en á einn leik til góða.

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Noregsmeistara Bodö/Glimt sem björguðu stigi gegn Tromsö á þriðju mínútu uppbótartíma þegar varmaðurinn Joel Mvuka jafnaði metin eftir að heimamenn höfðu lent undir snemma í síðari hálfleik. Bodö er í sjöunda sæti með níu stig eftir sex leiki.

Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset í 3-0 útsigri á Kristiansund. Johan Hove skoraði tvö og Lars-Jørgen Salvesen eitt. Brynjólfur Willumsson kom inn af bekknum fyrir Kristiansund í hálfleik. Strömsgodet er í fimmta sæti en Kristiansund er á botninum.

Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Våleranga í 1-1 jafntefli gegn HamKam á heimavelli. Jonas Enkerud kom gestunum yfir á 56. mínútu en Leonard Žuta jafnaði fyrir Våleranga korteri fyrir leikslok.

Viðar Örn fór útaf eftir rúman klukkutíma leik en Brynjar kom af velli undir lokin. Våleranga er í sjötta sæti með 10 stig.

Þá lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn fyrir Silkeborg í 4-1 tapi gegn Midtjylland á heimavelli. Elías Rafn Ólafsson var ekki í hóp Midtjylland vegna meiðsla.

Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti en Midtjylland er í öðru sæti og þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni til að stela titlinum af FC Kaupmannahöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG