fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Brenna Lovera skaut Selfoss á toppinn

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 17:57

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru háðir í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Selfoss sótti Þór/KA heim og ÍBV tók á móti Þrótturum.

Brenna Lovera skoraði eina mark leiksins og sigurmark Selfyssinga úr vítaspyrnu á 76. mínútu í 1-0 sigri á Norðankonum og skaut þar með Selfyssingum á toppinn eftir fjórar umferðir.

Selfoss hefur nú unnið þrjá og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjum liðsins á leiktíðinni. Þór/KA hefur unnið tvo og tapað tveimur.

Ameera Abdella Hussen kom Eyjakonum yfir gegn Þrótturum með marki á 33. mínútu en Þróttarar sneru leiknum sér í vil á fjögurra mínútna kafla. Murphy Agnew jafnaði metin á 79. mínútu og Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmark gestanna af 40 metra færi fjórum mínútum síðar.

Þróttur R. er með sjö stig eftir fjóra leiki en ÍBV er með fjögur.

Fyrr í dag vann Fjarðab/Höttur/Leiknir 2-0 útsigur á Augnablik í Lengjudeildinni. Linli Tu skoraði bæði mörk gestanna í sitthvorum hálfleiknum.

Þór/KA 0 – 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera (’76, víti)

ÍBV 1 – 2 Þróttur R.
1-0 Ameera Abdella Hussen (’33)
1-1 Murphy Alexandra Agnew (’79)
1-2 Sæunn Björnsdóttir  (’83)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki