fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Kveðjustund hjá Borussia Dortmund í dag

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 15:35

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálfgerð kveðjustund var haldin á Signal Iduna Park, heimavelli þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund í dag.

Erling Haaland kvaddi stuðningsmenn Dortmund fyrir leik liðsins gegn Hertha Berlin í síðasta leik Norðmannsins fyrir félagið en hann samdi við Manchester City á dögunum. Haaland skilur við Dortmund með 85 mörk í 88 leikjum.

Fjölmargir aðrir leikmenn eru á förum frá Dortmund í sumar, þar á meðal Marcel Schmelzer, Axel Witsel, Roman Burki, Dan-Axel Zagadou og Marvin Hitz.


Schmelzer hefur varið öllum sínum knattspyrnuferli hjá Dortmund og sást tárast er hann veifaði stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn í dag.

Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála og goðsögn hjá félaginu, var líka vel fagnað af stuðningsmönnum. Zorc hefur verið hjá Dortmund frá árinu 1981, fyrst sem leikmaður, en síðar gegndi hann starfi þjálfara og yfirmanni knattspyrnumála.

Zorc fékk Ilkay Gundogan, Henrikh Mkhitaryan, Pierre-Emerick Aubameyang, Ousmane Dembele, Jadon Sancho og Haaland til Dortmund fyrir 86.8 milljónar evra samanlagt áður en þeir voru seldir fyrir rúmlega 431 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið

Leikmaður Liverpool þáði ekki boðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina