fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Forseti Finnlands og forsætisráðherrann mæla með að sótt verði um aðild að NATÓ

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 07:16

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, og Sanna Marin, forsætisráðherra, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þau mæla með að Finnland sæki um aðild að NATÓ.

Finnland hefur staðið utan varnarbandalagsins síðan það var stofnað 1949 og hefur þrætt þröngt einstigi allar götur síðan á milli Rússlands (áður Sovétríkjanna) og vestrænna nágrannaþjóða sinna.

En innrás Rússa í Úkraínu, sem ekki er aðili að NATÓ, breytti miklu og hefur valdið stefnubreytingu hjá finnskum stjórnmálamönnum sem og almenningi.

Allt frá því að innrásin hófst hefur stuðningur almennings við aðild að NATÓ farið vaxandi.

Finnska þingið þarf að samþykkja að sótt verði um aðild en það er talið vera nánast formsatriði. Síðan þurfa öll 30 núverandi aðildarríki NATÓ að samþykkja umsóknina.

Reiknað er með að sænska ríkisstjórnin muni á næstu dögum tilkynna að sótt verði um aðild að NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“