fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Líkin í Lake Mead – Lögmaður mafíuforingja segir að þeir hafi haft áhuga á umhverfisvernd til að halda vatnsborðinu háu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 22:00

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV hefur skýrt frá þá fundust tvö lík í Lake Mead, sem er nærri Las Vegas í Bandaríkjunum, nýlega í kjölfar þess að yfirborð vatnsins hefur lækkað mikið vegna áralangra þurrka. Oscar Goodman, sem var borgarstjóri í Las Vegas í þrjú kjörtímabil en þar áður lögmaður þekktra mafíuleiðtoga, segir að mafíuleiðtogarnir hafi haft mikinn áhuga á umhverfisvernd til að koma í veg fyrir að yfirborð vatnsins myndi lækka.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Goodman hafi sagt að mafíuleiðtogarnir hafi haft áhuga á loftslagsmálum til að halda yfirborði vatnsins háu og þar með hinum látnu ofan í vatninu.

En þeim varð ekki að ósk sinni því yfirborð vatnsins hefur lækkað um rúmlega 52 metra síðan 1983.

Vatnið er manngert og er því kannski frekar uppistöðulón. Það sér 40 milljónum íbúa í Nevada og nærliggjandi ríkjum auk hluta Mexíkó fyrir vatni. Nú er svo komið að vatnsmagnið er aðeins um 30% af því sem það var þegar best lét.

Goodman sagði að það „sé engin leið að segja til um hvað við munum finna í Lake Mead“ og að vatnið sé „ekki slæmur staður til að henda líki í“.

Nýlega fannst tunna með líki í en talið er að viðkomandi hafi verið skotinn til bana á níunda áratugnum. Um síðustu helgi fundu tvær systur mannabein um 14 km frá þeim stað sem tunnan fannst á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað