fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2022 12:17

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða á skjali sem afhent var yfirkjörstjórn í Reykjavík vegna framboðlista Reykjavíkur – betri borgar.

Hún greinir frá þessu á Facebook og segir að hún muni fá leiðbeiningar eftir fund yfirkjörstjórnar á morgun um hvernig skuli bregðast við.

Vísir greindi frá því í gær að Birgitta kannaðist ekkert við að hafa samþykkt að vera á lista Reykjavíkur – bestu borgarinnar, eða E-lista.

Birgitta kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband við hana til að spyrja út í að hún væri í heiðurssæti á listanum, sagði þetta mjög skringilegt og ætlaði að hafa samband og láta taka sig af listanum.
„Ég sagðist alveg vera til í að vera svona í bakgrunni, veita þeim ráð og svoleiðis, eins og ég geri fyrir marga. En ég hef ekki skrifað upp það að vera á lista hjá þeim. Ég ætla ekki einu sinni að kjósa þá. Ég ætla að kjósa Pírata í þetta sinn,“ sagði hún.

Í frétt RÚV sagði Eva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með undirritaða yfirlýsingu frá Birgittu.
Þá sagði  Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“