fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Stærsti eiturlyfjahringur Kólumbíu hefnir sín vegna framsals leiðtogans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 14:30

Kólumbískir lögreglumenn að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Dairo Antonio Usuga, betur þekktur sem Otoniel, framseldur frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. Hann var leiðtogi eiturlyfjahringsins Clan de Golfo. Hans hafði verið leitað árum saman en í október á síðasta ári hafði kólumbíski herinn hendur í hári hans.

Otoniel hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Hann neitar sök.

Eftir að hann var handtekinn byrjuðu félagar í eiturlyfjahringnum að gera árásir á þeim svæðum þar sem eiturlyfjahringurinn ræður lögum og lofum. Fram að þessu hafa þrír óbreyttir borgarar, þrír hermenn og tveir lögreglumenn fallið í þessum árásum. Sú síðasta var gerð á mánudaginn í bænum Santa Fe en þar var ráðist á herbíl sem flutti hjálpargögn. Hermaður og lögreglumaður féllu í árásinni og fjórir liðsmenn öryggissveita særðust.

Iván Duque, forseti, hét því á mánudaginn að láta hart mæta hörðu og taka af festu á eiturlyfjahringnum sem er talinn standa fyrir á milli 30 til 60% af kókaínframleiðslunni í landinu. Kólumbía er stærsta framleiðsluland kókaíns í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað