fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Bayern vill leikmann Liverpool

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 21:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskalandsmeistarar Bayern Munich vilja fá Sadio Mane, sóknarmann Liverpool, í sínar raðir í sumar. Sky Germany segir frá.

Mane verður samningslaus á næsta ári og samningaviðræður við Liverpool hafa gengið erfiðlega að undanförnu. Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern hitti umboðsmann Mane um síðustu helgi en félögin hafa annars ekkert verið í samskiptum.

Senegalinn hefur skorað 21 mark í 47 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni en hann gekk til liðs við félagið árið 2016.

Þegar Hasan Salihamidzic var spurður eftir 2-2 jafntefli gegn Stuttgart hvort Bayern ætlaði að kaupa stórstjörnur í sumar sagði hann: „Láttu koma þér á óvart. Við verðum að skoða hvað er í boði og hvað ekki. Við erum með skapandi hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín