fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Auglýsing Framsóknar vekur athygli – „Framsókn er grínframboðið í ár“

Eyjan
Mánudaginn 9. maí 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir ráku upp stór augu þegar þeir sáu Framsókn í Hafnarfirði auglýsa eitt af sínum stefnumálum, að fullgilda samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Stóru augun má rekja til þess að samningurinn var fullgiltur í september árið 2016. Hins vegar á eftir að klára að lögfesta samninginn en lögfesting hefur verið í undirbúningi nokkra hríð.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur athygli á auglýsingu Framsóknar á Twitter þar sem hann bendir á að samningurinn hafi þegar verið fullgiltur en fyrir utan það eigi fullgilding alþjóðasamninga sér ekki stað á sveitarstjórnarstiginu.

„Framsókn er grínframboðið í ár“

Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingar, benti einnig á málið.


Framsókn í Hafnarfirði birt fyrir helgi punkta um baráttumál sín fyrir kosningar og má þar einnig finna punkt um fullgildingu samningsins.

Ljóst er þó að við lögfestingu á samningnum og innleiðingu í íslenskt lagaumhverfi munu mikið reyna á sveitarfélögin, enda bera þau ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Innleiðing á samningnum mátti meðal annars finna í stjórnarsáttmála Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2018-2022 og svo aftur í núverandi stjórnarsáttmála sömu flokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“