fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg ögrar Rússum – Nefna torg eftir Kænugarði/Kýiv skammt frá rússneska sendiráðinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg. Ensk þýðing torgsins verður Kyiv Square og sambærileg þýðing verður notuð á öðrum tungumálum.

Mikill vilji er til að sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni, úkraínska ríkinu og úkraínskum borgum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, segir í greinargerð með tillögunni. „Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi.

Torgið er um leið garður

Fram hafa komið hugmyndir um að endurnefna götur á borð við Garðastræti eða Túngötu og kenna þær við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð í þeim tilgangi. „Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni.

Hlustað á óskir um að nota heitið Kýiv

Í henni kemur einnig fram að hlustað hafi verið á óskir um að að úkraínska nafnið Kýiv verði notað. Eðlilegt þyki að koma til móts við þau sjónarmið en Kýiv-nafnið sé þekkt alþjóðlega. Því var lagt til að notast yrði við tvöfalt heiti Kænugarður/Kýiv-torg á íslensku en Kyiv Square og sambærileg heiti á öðrum tungumálum.

Tillögunni hefur verið vísað til borgarráðs og enn fremur hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerð skiltis fyrir torgið.

Kænugarðstorg er skammt frá rússneska sendiráðinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“