fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Fasteign í Garðabæ veldur uppnámi – Vildu tæpar 14 milljónir í skaðabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. apríl 2022 22:35

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupendur að neðri hæð í húsi í Garðabæ voru ekki sáttir við ástand eignarinnar sem þeir töldu ekki í samræmi við upplýsingar í söluyfirliti. Viðskiptin áttu sér stað árið 2018. Meðal þess sem kaupendur voru ósáttir við var að viðgerð á sprunguskemmdun að utan var ábótavant og mikill leki og mygla stöfuðu af illa förnum gluggum á eigninni.

Dómur var kveðinn upp í skaðabótamáli sem kaupendur höfðuðu á seljendur eignarinnar í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Töldu kaupendu ágallana rýra verðgildi eignarinnar verulega og kröfðust skaðabóta upp á tæplega 14 milljónir króna og tilgreindu þar ýmsa kostnaðarliði vegna nauðsynlegra úrbóta, þar á meðal viðgerð við dren, tröppur, þak og glugga.

Húsið er frá árinu 1977 og taldi dómari ríka skoðunarskyldu hafa hvílt á kaupendunum. Seljendur hefðu ekki gerst sekir um saknæma háttsemi varðandi upplýsingagjöf um ástand eignarinnar. Tók dómarinn þó tillit til kostnaðar við steypuviðgerðir og gerði seljenndum skylt að greiða kaupendum rúmlega 1,1 milljón í skaðabætur. Hins vegar þurfa kaupendur fasteignarinnar að  greiða 1,5 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð

Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum