fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Er ekki í neinum vafa – Rússar munu tapa stríðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 06:04

Ónýt rússnesk hergögn nærri Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússland tapar stríðinu og það er næstum algjörlega óháð því hvað gerist á vígvellinum í framtíðinni.“ Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í útvarpsþættinum P1 Morgen hjá Danska ríkisútvarpinu.

„Þetta átti að vera mjög stutt stríð, það er Kyiv yrði hertekin og rússnesk sinnaður forseti settur í embætti, hernema átti aðra hluta af Úkraínu, halda þjóðaratkvæðagreiðslur og svo framvegis. Svo þeir eru ekki einu sinni á áætlun ab eða c. Þeir eru kannski á áætlun d ef það er þá yfirhöfuð einhver áætlun,“ sagði hann um stríðsrekstur Rússa.

Hann sagði að Rússland muni meðal annars tapa stríðinu vegna hins mikla mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir: „Það er svolítið óljóst hversu margir hafa fallið. En mannfallið er mikið og það að þeir hafa ekki færst nær hernaðarlegum markmiðum sínum er hernaðarlegur ósigur.“

Rússnesk yfirvöld hafa ekki skýrt frá mannfalli rússneska hersins nýlega en nýjasta talan er 1.351 en það telja vestrænir sérfræðingar og leyniþjónustustofnanir vera víðs fjarri því sem rétt er. Úkraínumenn segja að rúmlega 20.000 rússneskir hermenn hafi fallið en sú tala hefur ekki verið staðfest.

Splidsboel sagði að reikna megi með að rússnesk yfirvöld muni á næstu vikum og mánuðum skýra rússnesku þjóðinni frá hinu mikla mannfalli í smáskömmtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast