fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Kemur afa sínum til varnar – Afkomendur segja vegið að æru Ásmundar Sveinssonar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 19:30

Ásmundur Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sæmundur Helgason, afabarn myndhöggvarans Ásmunds Sveinssonar, segir í aðsendri grein á Vísi að afkomendum listamannsins sárni mjög sú árás að æru Ásmundar sem að listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir bera ábyrgð á en þær lýstur því nýverið yfir í viðtali að verk Ásmundar, Fyrsta hvíta móðirin, væri rasískt. Segir Helgi Sæmundur að það sé af og frá enda sé verkinu ætlað að heiðra minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur sem talin er vera fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku í kringum árið 1000.

Tilefni skrifa Helga Sæmundar er listgjörningur Bryndísar og Steinunnar en þær námu afsteypu af verkinu á brott frá Laugabrekku í Snæfellsnesi og nýttu styttuna í nýtt verk sem nefnist Farangursheimild, með undirtitillinn Fyrsta hvíta móðirin í geimnum, og stendur á bílastæði fyrir utan Nýlistasafnið í Marshall-húsinu í Reykjavík. Þar má sjá styttuna inn í geimflaug.

„Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ var haft eftir Steinunni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins,“ skrifar Helgi Sæmundur.

Hann segir að þessi gjörningur listakvennanna búi til óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. „Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla,“ skrifar Helgi Sæmundur.

Hér er hægt að lesa grein hans í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“